Hollt lesefni fyrir okkur öll.
Á síðasta ári hef ég bæði kynnst nýju fólki og eignast alveg indæla vini. En það er ekki allt. Ég hef líka vil ég meina styrkt vinskap minn við þá vini sem ég átti fyrir. Þannig að ég er verulega þakklátur fyrir það.
Ein indælisvinkona mín sendi mér þetta ljóð síðasta sumar og hefur reynst mér holl lesning:
Í allan dag hefur vorið verið að ljóma. ég vaknaði snemma í morgun við fótatak dagsins.
við gluggann heyrðust himneskir söngvar óma. Hjarta mitt skalf við raddir fagnandi lagsins.
Og þannig hefur það gengið guðslangan daginn, að gangstéttir, hús og menn í sólskini baða.
Malbikið angar og flugvélar bruna yfir bæinn og bílarnir þjóta með óleyfilegum hraða.
En þegar allstaðar ljómar vor yfir vegum og veröldin réttir sinn faðm móti ljósinu bjarta,
Þá veit ég um fleira sem fer með óleyfilegum flýti á kvöldin. Ó unga viðkvæma hjarta!
Því þá er það lífið sem yrkir sína ástarljóð og sögur, og æskan ræður ei lengur við hamingju sína
Já gott áttu veröld, að vera svona ung og fögur, og von er, að sólinni þyki nú gaman að skína.
Vonandi veitir þetta einhverjum jafnmikið og það hefur veitt mér.
kveðja,
Arnar Thor
Ein indælisvinkona mín sendi mér þetta ljóð síðasta sumar og hefur reynst mér holl lesning:
Í allan dag hefur vorið verið að ljóma. ég vaknaði snemma í morgun við fótatak dagsins.
við gluggann heyrðust himneskir söngvar óma. Hjarta mitt skalf við raddir fagnandi lagsins.
Og þannig hefur það gengið guðslangan daginn, að gangstéttir, hús og menn í sólskini baða.
Malbikið angar og flugvélar bruna yfir bæinn og bílarnir þjóta með óleyfilegum hraða.
En þegar allstaðar ljómar vor yfir vegum og veröldin réttir sinn faðm móti ljósinu bjarta,
Þá veit ég um fleira sem fer með óleyfilegum flýti á kvöldin. Ó unga viðkvæma hjarta!
Því þá er það lífið sem yrkir sína ástarljóð og sögur, og æskan ræður ei lengur við hamingju sína
Já gott áttu veröld, að vera svona ung og fögur, og von er, að sólinni þyki nú gaman að skína.
Vonandi veitir þetta einhverjum jafnmikið og það hefur veitt mér.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli